Rafvélavirki

Rafvélavirki starfar á verkstæðum, í iðn- og orkufyrirtækjum, í iðjuverum og í bátum og skipum. Starfið felst í uppsetningu, viðgerðum og eftirliti með rafvélum og búnaði tengdum rafmótorum og rafölum. Rafvélavirki hefur haldgóða þekkingu á vélbúnaði rafmótora og rafala, stýribúnaði og iðntölvum. Rafvélavirkjun er lögvernduð iðngrein.

Helstu verkefni:

  • gera við rafkerfi og rafvélar í bátum og skipum
  • tengja búnað við tölvu-, síma- og loftnetslagnir
  • tengja ræsi- og stjórnbúnað rafhreyfla, rafala og spenna
  • viðhald og viðgerðir rafmótora og rafala

Í starfi rafvélavirkja gætirðu til dæmis unnið við viðgerðaþjónustu á rafvélaverkstæði, í iðnfyrirtækjum, iðjuverum, raftækjaverslunum eða við framleiðslu og dreifingu á raforku.

Hvernig verð ég?

Rafvélavirkjun er kennd við Tækniskólann en tveggja ára grunnnám rafiðna er einnig í boði við marga framhaldsskóla. Meðalnámstími í rafvélavirkjun er fjögur ár að meðtalinni 24 eða 48 vikna starfsþjálfun. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

 

Hæfnikröfur

Rafvélavirki þarf að vera vel læs á raflagna- og rafvélateikningar, þekkja til öryggismála í rafiðnaði sem og hvers kyns raftækja, rafvéla og raflagnakerfa. Rafvélavirkjar leita að bilunum og gera við raflagnir og rafbúnað og þurfa því að þekkja til notkunar viðeigandi mælitækja og ýmissa hand- og rafmagnsverkfæra.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)