Safnvörður

Safnverðir hafa umsjón með skráningu og flokkun safnmuna, taka þátt í uppsetningu sýninga ásamt því að taka á móti gestum og leiðsegja á sýningarsvæði eða í safni.

Helstu verkefni:

  • umsjón með daglegum rekstri safns
  • afla, geyma og sýna muni
  • setja upp sýningar, sjá um hönnun þeirra og þemu
  • kynning á safni fyrir almenning
  • halda munum hreinum

Í starfi safnvarðar gætirðu haft umsjón með safni eða sögulegum stöðum. Margir safnverðir sérhæfa sig á ákveðnu sviði svo sem í tengslum við náttúru, listir eða sögu.

Hvernig verð ég?

Alla jafna er ekki er farið fram á sérstaka menntun til að gegna starfi safnvarðar þó margvísleg menntun geti verið gagnleg, til að mynda í sagnfræði, fornleifafræði, listfræði, þjóðfræði eða mannfræði. Safnafræði er kennd við Háskóla Íslands sem aukagrein til BA – prófs, diplóma-nám og til meistaragráðu.

Hæfnikröfur

Safnvörður þarf að hafa mikinn áhuga á sögu og varðveislu safnmuna. Skipulagshæfni, nákvæm vinnubrögð og frumkvæði eru gagnlegir kostir í starfi safnvarðar auk færni í mannlegum samskiptum, tungumála- og tölvukunnáttu.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)