Skógtæknir

Skógtæknir eða garðyrkjufræðingur á sviði skógar og náttúru starfar við ræktun, umhirðu og hagnýtingu skóglendis og trjáreita og umsjón útivistarsvæða. Starfið felur í sér framkvæmdir, eftirlit, verkstjórn og fræðslu á sviði landbóta; skógræktar og náttúruverndar.

Helstu verkefni:

  • nýrækt skóga og trjáreita
  • umhirða, grisjun og nýting skóga og trjáreita
  • umsjón með lagningu þjónustuvega, göngu- og reiðleiða um útivistarsvæði
  • ráðgjöf um val og meðferð á plöntum og trjágróðri
  • móttaka og umhirða skógar- og skjólbeltaplantna
  • skipulagning og framkvæmd skjólbeltaræktunar
  • skógarhögg og nýting trjáviðar

Í starfi sem skógtæknir gætirðu starfað sjálfstætt, hjá verktakafyrirtæki, skógræktarfélögum, Skógrækt ríkisins, landshlutabundnum skógræktarverkefnum eða hjá sveitarfélögum, skógarbændum og öðrum landeigendum.

Hvernig verð ég?

Námsbraut skógar og náttúru er þriggja ára nám á framhaldsskólastigi við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi. Einnig er við skólann þriggja ára háskólanám til BS – gráðu í skógfræði.

Hæfnikröfur

Skógtæknir þarf að þekkja til tegunda trjágróðurs í ræktun á Íslandi, vistfræði íslenskra gróðurlenda og geta metið landgæði. Mikilvægt er að þekkja algengustu skaðvalda í skóg- og trjárækt og mótvægisaðgerðir gegn þeim.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)