Skósmiður

Skósmiðir annast viðgerðir og viðhald á skóm og leðurvörum auk þjónustu og ráðgjafar við viðskiptavini. Sérhæfing getur falist í nýsmíði skófatnaðar og/eða bæklunarskósmíði. Skósmiður starfa jafnan á verkstæði/verslun en einnig hjá stoðtækjafyrirtækjum.

Helstu verkefni:

  • gera við, endurnýja og annast frágang á skófatnaði
  • sauma, sóla, pússa, líma, lita, víkka og bæta skó
  • skipta um rennilása, spennur og teygjur
  • sala á vörum sem tilheyra skóhirðu
Hvernig verð ég?

Ekki hefur verið boðið upp á nám í skósmíði á Íslandi undanfarin ár en samkvæmt námskrá er um að ræða þriggja ára nám, 2 annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun á samningi hjá meistara. Skósmíðaiðn skiptist raunar í tvö sérsvið; skósmíði (hönnun og framleiðslu) og skóviðgerðir.

Hæfnikröfur

Í starfi skósmiðs er mikilvægt að þekkja vel til tækja og efna sem tengjast faginu, geta unnið eftir teikningum og beitt viðeigandi vinnuaðferð hverju sinni. Þá þarf að þekkja til öryggisvarna á vinnustað auk umhverfisáhrifa þeirra efna sem unnið er með.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)