Sölustjóri

Sölustjórar skipuleggja og stjórna sölustarfsemi í framleiðslu-, innflutnings-, dreifingar- og þjónustufyrirtækjum. Í starfinu felst að stjórna daglegri starfsemi ásamt því að skipuleggja og samræma störf sölumanna.

Helstu verkefni:

  • gera söluáætlanir og annast útreikninga vegna tilboða og samninga
  • skipuleggja söluferðir og vörukynningar
  • fylgjast með eftirspurn og verðþróun á markaði
  • markaðssetning nýrra vörutegunda
  • samstarf varðandi framleiðslu, vöruþróun, innkaup og dreifingar vöru

Í starfi sem sölustjóri gætirðu til dæmis unnið í heildsölu, innflutnings-, útflutnings- eða dreifingarfyrirtæki eða við auglýsinga- eða fasteignasölu.

Hvernig verð ég?

Ekki er krafist ákveðinnar menntunar í starfi sölustjóra en ýmis konar nám á sviði viðskipta, verslunar og þjónustu getur nýst í starfinu.

Hæfnikröfur

Sölustjóri þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og samningaviðræðum. Mikilvægt er að þekkja til rekstrar fyrirtækja og hafa getu til að stjórna sölu og viðskiptum. Einnig eru skipulagshæfileikar nauðsynlegir ásamt því að geta unnið í teymi og stýrt vinnu annarra. Kunnátta í ritvinnslu og töflureiknum er æskileg enda talsvert um skýrslu- og fjárhagsáætlanagerð. Í starfinu getur verið nokkuð um ferðalög og kvöld- og helgarvinnu.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)