Stærðfræðingur

Stærðfræðingar vinna margvísleg störf ekki hvað síst í tengslum við hátækni- og þekkingariðnað. Starfsumhverfið tengist oft rannsóknum, kennslu og þjónustu auk þess sem margir stærðfræðingar sérhæfa sig á sviðum á borð við tölvunarfræði og hagfræði.

Helstu verkefni:

  • líkanagerð
  • útreikningar og tölvuvinnsla
  • tölfræðileg meðferð á gögnum og úrvinnsla
  • forritun

Stærðfræðingar vinna hjá fyrirtækjum í erfða- og lífvísindum, hagfræði, hugbúnaði, verkfræði, fjármálum, tryggingum og stóriðju ásamt kennslu og rannsóknastörfum við háskólastofnanir.

Hvernig verð ég?

Stærðfræði er kennd við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Grunnnám til BS – prófs tekur þrjú ár en auk þess er framhaldsnám í boði til meistara- og doktorsgráðu. Dæmi um sérsvið í framhaldsnámi eru; algebra, stærðfræðigreining, líkindafræði, tölfræði og stærðfræðileg eðlisfræði.

Hæfnikröfur

Til að hefja háskólanám í stærðfræði þarf að hafa lokið stúdentsprófi. Mælt er með að hafa lokið að lágmarki 24 einingum (40 fein) í stærðfræði á framhaldsskólastigi. Sjá nánar: Inntökuskilyrði fyrir grunnnám í HÍ.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)