Starf á hjólbarðaverkstæði

Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði sér um alla þjónustu tengda hjólbörðum ökutækja eftir óskum viðskiptavina. Í starfinu felst meðal annars að setja sumarhjólbarða undir á vorin og vetrarhjólbarða að hausti.

Helstu verkefni:

  • viðgerðir á hjólbörðum
  • taka hjólbarða af felgu og setja nýjan á
  • negla hjólbarða
  • jafnvægisstilla hjól
  • selja og ráðleggja viðskiptavinum um val á hjólbörðum

Sem starfsmaður á hjólbarðaverkstæði gætirðu einnig unnið á verkstæði sem sér um allskyns annað viðhald og viðgerðir á farartækjum.

Hvernig verð ég?

Ekki eru gerðar kröfur um menntun við ráðningu starfsmanna á hjólbarðaverkstæði. Þjálfun fer fram á vinnustað þar sem nýr starfsmaður fylgist með störfum þess reyndari og prófar sig áfram þar til tökum hefur verið náð á starfinu.

Hæfnikröfur

Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði þarf að hafa áhuga á farartækjum og nokkurra þekkingu og reynslu af dekkjavinnu. Rík þjónustulund, gott viðmót og vandvirkni skiptir máli sem og öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)