Starf í vöruhúsi

Starfsfólk í vöruhúsum vinnur við skipulag vöru í geymslu, móttöku hennar, staðsetningu, öryggi og afgreiðslu til viðskiptavina svo sem til smásöluverslana, heildsala eða verksmiðja.

Helstu verkefni:

  • -taka á móti vörum á lager
  • -athuga hvort vörur séu í samræmi við pöntun
  • -raða vörum á bretti, í hillur eða stæður
  • -sjá um pantanir til sölufólks og verslana
  • -pakka vörum til flutnings
  • -ferma og afferma flutningabíla og gáma
  • -halda skrá yfir vörubirgðir
  • -taka á móti endursendum vörum

Starfsmaður vöruhúss getur unnið hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum jafnt sem einkaaðilum. Vinnuumhverfi getur verið afar mismunandi, allt frá smærri lager til stórra vöruhúsa. Í flestum tilfellum felur starfið þó í sér nokkur samskipti, til dæmis við sölumenn og viðskiptavini.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hæfnikröfur

Starfsmenn í vöruhúsum og á lager þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum og vera áreiðanlegir. Grunnleikni á tölvur og forrit sem starfinu tengjast er æskileg auk lyftara- og/eða meiraprófs.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)