Starf í landbúnaði

Starfsfólk í landbúnaði vinnur almenn landbúnaðarstörf svo sem í búfjárrækt og jarðrækt.

Helstu verkefni:

  • hirða búfé inni og úti
  • uppgræðsla á landi
  • aðstoð við sauðburð, sauðfjárrekstur og smölun
  • halda útihúsum hreinum og sinna viðhaldi
  • vinna við heyskap
  • áburðardreifing
  • viðhald á girðingum
  • aðstoð við viðhald á vélum
Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en margvísleg starfstengd námskeið kunna að vera í boði auk náms við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hæfnikröfur

Starfsmaður í landbúnaði þarf að þekkja til umhverfis landbúnaðar svo sem hvað varðar jarðrækt, vélanotkun og hirðingu og heilbrigði dýra. Mikilvægt er að gæta vel að umhverfis- og öryggismálum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)