Starf við þvotta og þrif

Störf við þrif og þvotta á gisti- og veitingahúsum felast í þrifum á líni, herbergjum og húsnæði, hvort tveggja við brottför og á meðan dvöl stendur.

Önnur helstu verkefni:

  • þrif á göngum og sameiginlegu rými
  • þvottur á og umsjón með líni
  • umsjón með birgðum, tækjum og búnaði
  • bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina

Sem starfsmaður við þvotta og þrif vinnurðu gjarnan vaktavinnu, miðlar upplýsingum á milli vaktastarfsmanna og hefur umsjón með herbergjum samkvæmt gátlistum og skilgreindum verklýsingum.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun í starfinu en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði svo sem í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi eða Mími – símenntun.

Hæfnikröfur

Starfsmaður við þvotta og þrif þarf hvort tveggja að geta unnið sjálfstætt og sem hluti af teymi. Samviskusemi er góður kostur sem og að geta farið eftir skilgreindum verkferlum. Þá er mikilvægt að hafa góða þekkingu á þeim efnum og vörum sem unnið er með.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)