Umönnun á hjúkrunarheimili

Starfsmaður við umönnun á hjúkrunarheimili aðstoðar við fjölbreyttar athafnir daglegs lífs til að hámarka lífsgæði íbúanna, viðhalda sjálfstæði þeirra og vellíðan. Meginhlutverk starfsins er þrenns konar; aðhlynning, samskipti og heimilisstörf, gjarnan í miklum tengslum við íbúa, aðstandendur og samstarfsfólk.

Helstu verkefni:

  • sinna reglubundnu eftirliti og svara bjöllum
  • gefa lyf og aðstoða við næringu og vökvainntöku
  • þátttaka í daglegu lífi, tómstundum og þjálfun
  • upplýsingagjöf til aðstandenda
  • halda umhverfi snyrtilegu, s.s. ganga frá þvotti, þrífa og búa um rúm

 

Á hjúkrunarheimilum er unnin vaktavinna undir leiðsögn deildarstjóra eða hjúkrunarfræðings.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum en ýmis konar starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Hæfnikröfur

Í umönnunarstarfi á hjúkrunarheimili er nauðsynlegt að halda fullri athygli og sýna aðgæslu í öllum þáttum starfsins. Unnið er eftir ákveðnum verklags- og öryggisreglum en einnig þarf að geta lagað sig að breytilegum þörfum íbúa og unnið með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.

Starfsmaður á hjúkrunarheimili þarf að gæta trúnaðar og skrifa undir ákvæði um þagnarskyldu.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)