Stoðtækjafræðingur

Stoðtækjafræðingar smíða stoðtæki fyrir einstaklinga eftir persónulegum þörfum hvers og eins. Stoðtækin eru alla jafna tæknilegur búnaður til aðstoðar við meðferð sjúkdóma eða aðlögunar gerviútlima. Í starfi stoðtækjafræðinga felst einnig viðhald og eftirlit með þeim stoðtækjum sem þegar eru í notkun. Stoðtækjafræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Helstu verkefni:

  • smíða gervilimi til að koma í stað útlima
  • útbúa spelkur eða umbúðir
  • ræða við og skoða einstaklinga sem þurfa stoðtæki
  • búa til gipsmót af líkamshlutum svo stoðtæki passi sem best
  • prófa og meta stoðtæki og aðlaga einstaklingum
  • leiðbeina um notkun og viðhald á stoðtækjum
  • velja efni og hluti sem nota á við smíði og hönnun stoðtækis

Í starfi sem stoðtækjafræðingur ertu í samvinnu við lækna vegna tilvísana og upplýsinga um hvernig stoðtæki þörf er fyrir hverju sinni.

Hvernig verð ég?

Nám í stoðtækjafræði er ekki í boði í íslenska skólakerfinu en erlendis er oft um að ræða þriggja ára háskólanám.

Hæfnikröfur

Stoðtækjafræðingur þarf að búa yfir þjónustulund, eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa áhuga á hönnun og tækni. Stoðtækjafræðingar nota margvísleg verkfæri og tæki en einnig er góð tölvukunnátta nauðsynleg þar sem hönnun stoðtækja fer mikið fram með hjálp hönnunarforrita.

Stoðtækjafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið að lágmarki BS-námi í stoðtækjafræði frá viðurkenndum háskóla. Til grundvallar mati á námi er nám í stoðtækjafræði á Norðurlöndunum haft til hliðsjónar. Stoðtækjafræðingur þarf að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)