Tannfræðingur

Tannfræðingar vinna við fræðslu og ráðgjöf, skipulagningu og framkvæmd tannverndar auk þeirra klínísku starfa á sviði tannheilsu sem þeir hafa menntun til. Tannfræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Helstu klínísku verkefni:

  • skoða tennur og tannhold og skrá niður sjúkdómtilfelli
  • skoða slímhimnur og bit tanna
  • taka röntgenmyndir
  • tannhreinsun og meðhöndlun tannholdssjúkdóma
  • leiðbeina um rétta munnhirðu
  • flúormeðferð og skorufyllingar

Tannfræðingar vinna á tannlæknastofum, í skólum, heilsugæslu og sjúkrastofnunum og sinna öllum aldurshópum í störfum sínum.

Hvernig verð ég?

Tannfræði er þriggja ára nám á háskólastigi. Námið er ekki í boði á Íslandi og hafa flestir íslenskir tannfræðingar stundað nám sitt í Skandinavíu.

Hæfnikröfur

Tannfræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið námi í tannfræði á háskólastigi. Tannfræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri greiningu og meðferð sem veitt er. Mikilvægt er að virða faglegar takmarkanir og leita eftir aðstoð eða vísa sjúklingi til annars heilbrigðisstarfsmanns ef við á.

Nánari upplýsingar
Tengd störf og námsgreinar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)