Þjónustufulltrúi

Þjónustufulltrúi í fyrirtæki veitir viðskiptavinum þess margvíslega þjónustu og ber ábyrgð á því að erindi komist í réttan farveg. Í starfinu felst að svara viðskiptavinum á staðnum, í síma eða rafrænum miðlum, móttaka erindi þeirra, miðla áfram og skrá niður. Þjónustufulltrúi sinnir einnig ráðgjöf og/eða upplýsingagjöf til viðskiptavina og eftir atvikum sölu á þjónustu, reikningagerð og uppgjöri.

Helstu verkefni:

  • móttaka viðskiptavina
  • símsvörun og samskipti
  • ráðgjöf, upplýsingagjöf og aðstoð
  • fundaumsjón
  • skjala- og gagnaumsýsla
  • birgðahald og innkaup á skrifstofuáhöldum

Þjónustufulltrúi vinnur undir leiðsögn yfirmanns og eftir fyrir fram ákveðnum verkferlum og reglum.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfs þjónustufulltrúa en ýmis konar starfstengt nám eða námskeið kunna að vera í boði.

Hæfnikröfur

Þjónustufulltrúi þarf að hafa góða almenna þekkingu á innviðum viðkomandi fyrirtækisins,  vörum þess og þjónustu ásamt því að fylgja lögum og reglum varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)