Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfar starfa við að styðja og gæta hagsmuna fatlaðs fólks ásamt því að efla þátttöku þeirra í samfélaginu. Í starfinu felst að þjálfa líkamlega og andlega fatlaða einstaklinga í átt til sjálfsbjargar og aukins alhliða þroska, veita þeim umönnun og leitast við að auka færni þeirra í daglegu lífi. Þroskaþjálfar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Helstu verkefni:

  • kanna aðstæður og bakgrunn skjólstæðings
  • gera einstaklingsmiðaðar meðferðaráætlanir
  • vinna þroskamat og setja þjálfunarmarkmið
  • aðstoða og þjálfa skjólstæðinga í athöfnum daglegs lífs
  • leiðbeina og hvetja skjólstæðinga til tómstundastarfs

Þroskaþjálfar hafa oft náið samráð við foreldra, lækna, kennara og aðra sérfræðinga og endurmeta markmið með hliðsjón af umsögnum þeirra. Í starfi þroskaþjálfa gætirðu starfað víða í samfélaginu svo sem í skólum, á dagvistun barna, sambýlum,   öldrunarstofnunum eða á stofnunum fyrir fatlaða.

Hvernig verð ég?

Þroskaþjálfun er þriggja ára háskólanám til BA-gráðu. Við íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands er einnig hægt að stunda meistaranám í greininni.

Hæfnikröfur

Þroskaþjálfar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið BA-námi í þroskaþjálfun. Þroskaþjálfi þarf að geta borið ábyrgð á þeirri upplýsingagjöf, fræðslu, aðstoð og ráðgjöf sem veitt er. Í starfi þroskaþjálfa er mikilvægt að virða faglegar takmarkanir sem og þagnarskyldu þegar við á.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)