Tónlistarkennari

Tónlistarkennarar kenna tónfræði, tónlistarsögu, hljómfræði, tónheyrn, tónsmíðar og samleik svo dæmi séu nefnd. Í starfinu felst einnig að sjá um skipulag og þjálfun á tónlistartengdu efni, þróa námsefni og skipuleggja viðburði.

Helstu verkefni:

  • skipuleggja kennslu með hliðsjón af námskrá
  • þjálfa nemendur í hljóðfæraleik og söng
  • semja og aðlaga námsefni
  • æfa hljómsveitir eða kóra og stjórna á hljómleikum
  • halda námskeið í söng, hljóðfæraleik eða tónlistarkennslu
  • undirbúa nemendur fyrir próf og meta vinnu og námsárangur
  • prófdómarastörf

Tónlistarkennarar starfa á öllum skólastigum, í opinberum tónlistarskólum, einkaskólum og/eða á eigin vegum. Margir sérhæfa sig á einhverju sviði svo sem í píanó- eða söngkennslu, tónfræði eða kórstjórn.

 

Hvernig verð ég?

Tónlist, leiklist og dans er eitt tólf kjörsviða í námi grunnskólakennara við Háskóla Íslands en meistaragráðu þarf til að öðlast löggilt starfsréttindi sem kennari á grunn- og framhaldsskólastigi.

Hæfnikröfur

Í starfi tónlistarkennara er mikilvægt að hafa áhuga og þekkingu á helstu straumum og stefnum í tónlist og búa yfir skapandi hugsun. Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulag og frumkvæði eru æskilegir eiginleikar ásamt hæfileika til að spila á hljóðfæri. Í starfi tónlistarkennara er gott að hafa grunnfærni á sem flest hljóðfæri auk þekkingar á tölvuforritum sem notuð eru við kennslu.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)