Vélstjóri

Vélstjórar reka og viðhalda vélbúnaði um borð í skipum og bera ábyrgð á öruggum, skilvirkum og hagkvæmum rekstri búnaðarins. Í starfinu felst að sjá um rekstur, eftirlit, prófanir, viðhald og viðgerðir á vél- og rafbúnaði, stýrikerfum og hjálparbúnaði. Viðfangsefni vélstjóra eru breytileg eftir réttindastigi þeirra og stærð og hlutverki skipa. Vélstjóri er löggilt starfsheiti.

Helstu verkefni:

  • stjórnun og rekstur vél-, raf- og hjálparbúnaðar
  • bregðast við bilunum í vél- og rafbúnaði
  • sjá til þess að rekstur búnaðar uppfylli kröfur um öryggi og mengunarvarnir
  • ábyrgð á skipulagi og verkefnum vélstjórnarvaktar og þjálfun undirmanna
  • sjá til þess að um borð sé viðhlítandi lager varahluta

Vélstjórar starfa á fiskveiði-, flutninga- og farþegaskipum, í orkuverum, virkjunum og annars staðar þar sem gerðar eru kröfum um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Einnig getur verið um að ræða sölustörf hjá fyrirtækjum sem flytja inn eða framleiða vélar og vélbúnað.

Réttindastig vélstjóra eru fjögur:

A – réttindi ná til skipa með allt að 750 kW framdrifsafl

B – réttindi ná til skipa með allt að 1500 kW framdrifsafl

C – réttindi ná til skipa með 750 til 3000 kW framdrifsafl

D – réttindi eru ótakmörkuð

Hvernig verð ég?

Vélstjórnarbrautir eru í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og Menntaskólanum á Ísafirði (A og B réttindi), Tækniskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri (A – D réttindi). Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hæfnikröfur

Vélstjóri þarf að hafa þekkingu og færni í samræmi við réttindastig þar sem stærri skipum fylgir fjölbreyttari og flóknari búnaður og meiri áhersla á stjórnun. Sjá nánar: Starfslýsingar og hæfnikröfur í málmtækni-, vélstjórnar- og framleiðslugreinum

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)