Verslunarfulltrúi

Verslunarfulltrúar vinna almenn afgreiðslustörf í verslunum auk verkefna sem tengjast innkaupum, vörumóttöku og lagerstörfum.
 
Helstu verkefni:

  • veita viðskiptavinum viðeigandi þjónustu
  • ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi vörur og þjónustu
  • vinna við afgreiðslu- og skráningarkerfi í verslunum
  • vinna úr upplýsingum og meta vöruflæði

 
Í starfi í verslun vinnurðu undir stjórn yfirmanns; deildar- eða sölustjóra.

Hvernig verð ég?

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám hefur verið í boði á vegum símenntunarmiðstöðva s.s. Mímis - símenntunar og MSS - miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er heimilt að fá námið metið til allt að 51 framhaldsskólaeininga. Tveggja ára Verslunar- og þjónustubraut er einnig við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

 

Hæfnikröfur

Starfsmaður í verslun þarf að þekkja sérsvið viðkomandi verslunar og afgreiðslukerfi hennar. Mikilvægt er að þekkja meðhöndlun og framsetningu mismunandi varnings. Í starfinu er lagt mikið upp úr stundvísi, að geta fylgt fyrirmælum og sýnt viðskiptavinum jákvætt viðmót.

Nánari upplýsingar
Tengd störf og námsgreinar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)