NÆSTA SKREF

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf unnu að þróun vefjarins NæstaSkref.is árin 2012-2014 í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Vefurinn var á þeim tíma hluti af IPA styrktu verkefni, sem FA stýrði, og bar heitið: Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.

Markmið okkar er að veita greinagóðar upplýsingar um störf á íslenskum vinnumarkaði, námsframboð og raunfærnimatsleiðir.

Vefurinn er starfræktur og rekinn af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Af hverju upplýsingavefur um nám og störf?

Hvert stefnum við?

Fyrsta grein af þremur um hugmyndafræðina á bak við slík vefsvæði.

(GÁTT, jan – 2020)

Hvað vil ég verða?

Önnur greinin um tilgang, innihald, lykilþætti og helstu verkfæri.

(GÁTT, feb – 2020)

Leikur að læra?

Lokagreinin um hvað hugsanlega megi læra af reynslu nágrannaþjóða.

(GÁTT, mars – 2020)  

Næsta skref

Um uppbyggingu og framtíð íslensks upplýsingavefjar um nám og störf.

(GÁTT, sept – 2018) 

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)