Blómaskreytingar er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að blómaskreytingum sem notaðar eru við margvísleg tækifæri og þeim kennt að þekkja og vinna með algengustu stílbrigði. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er kennd meðferð afskorinna blóma og algengustu pottaplantna.

Meðalnámstími er þrjú ár að meðtöldu 60 vikna verknámi.

Kennsla

Blómaskreytinganám er kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.

Kröfur

Umsækjandi þarf að hafa lokið þremur til fjórum önnum í framhaldsskóla og vera orðinn 18 ára. Einnig er heimilt að taka inn nemendur sem orðnir eru 25 ára og hafa reynslu úr viðkomandi faggrein, en eru ekki með formlega menntun á framhaldsskólastigi. Heimilt er að meta reynslu úr atvinnulífi til hluta fornáms á framhaldsskólastigi og er það skoðað í hverju tilviki fyrir sig.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en nám við skólann hefst.

Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í fjórar annir við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verknám. Verknám fer fram undir handleiðslu verknámskennara á viðurkenndum verknámsstað.

Að loknu námi

Að námi loknu fá nemendur starfsheitið garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut eða blómaskreytir.

Störf
Blómaskreytir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf