Bókband er nám á framhaldsskólastigi. Í náminu er kenndur lokafrágangur á prentuðu efni, hvort tveggja með tölvustýrðum vélum og í höndunum. Einnig er fjallað um viðgerðir á bókum og útskurð á efni, svo sem nafnspjöldum, bæklingum og dagatölum.

Kennsla

Bókband hefur verið kennt við Tækniskólann – skóla atvinnulifsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla sem og grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina áður en hægt er að velja bókband sem sérsvið.

Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í bókbandi skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar bókbands og starfsþjálfun. Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin fer fram.
Námið tekur tvö ár auk 48 vikna starfsþjálfunar.

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Störf
Bókbindari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf