Djáknanám er starfsréttindanám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á undirbúning fyrir líknar- og fræðslustörf sem unnin eru í samvinnu við sóknarpresta eða á stofnunum á borð við sjúkrahús.
Um tvær námsleiðir er að ræða:
- þriggja ára BA-nám með áherslu á starfssvið djákna
- eins árs framhaldsnám til viðbótar öðru starfstengu háskólanámi, s.s. félagsráðgjöf, uppeldis- eða hjúkrunarfræði.