Félagsliðanám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu er farið yfir þá þjónustu sem félagsliðar veita í formi aðstoðar og umönnunar við aldraða, fatlað fólk á öllum aldri sem og þá sem glíma við geðraskanir. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.
Meðalnámstími er tvö til þrjú ár, samtals þrjár til fjórar annir í skóla og fimmtán til sextán vikna starfsþjálfun.