Félagsráðgjöf til starfsréttinda er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Í náminu felst meðal annars að efla færni og þekkingu til að starfa við ráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Farið er í kenningar og starfsaðferðir innan félagsráðgjafarinnar, félagsleg vandamál, afleiðingar þeirra og þau úrræði sem eru til staðar.

Náminu lýkur með MA prófi sem veitir löggild starfsréttindi. Námstími til BA prófs er þrjú ár og, að því loknu, tvö ár til MA prófs.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í félagsráðgjöf er kennt innan félagsráðgjafardeildar Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Kröfur
  • Grunnnám (BA): Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.
  • Framhaldsnám til starfsréttinda (MA): Umsækjendur skulu hafa lokið BA í félagsráðgjöf með fyrstu einkunn, þurfa að leggja fram sakavottorð og gera grein fyrir hæfni sinni til náms, sjá nánar hér.

 

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í félagsráðgjöf er fræðilegt og starfstengt. Nemendur ljúka þriggja ára BA prófi í félagsráðgjöf áður en tveggja ára starfsréttindanám til MA prófs tekur við.

  • Starfsþjálfun fer fram í MA náminu
  • BA lokaverkefni er unnið á þriðja ári og MA lokaverkefni á öðru ári í starfsréttindanáminu
Að loknu námi

Að námi loknu má sækja um lögverndað starfsheiti sem félagsráðgjafi og að því fengnu starfa sem slíkur.

Störf
Fjölskylduráðgjafi
Félagsráðgjafi
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf