NÁM

Ferðafræði

Ferðafræðinám er hagnýtt og fjölbreytt. Fjallað er um helstu ferðamannastaði á Íslandi og erlendis, uppbyggingu greinarinnar, markmiðssetningu og rekstur ferðaþjónustu.

Námstími er eitt ár að meðtalinni starfsþjálfun en möguleiki er að skipta því á tvö ár.

Kennsla

Ferðafræðinám er kennt hjá Ferðamálaskóla Menntaskólans í Kópavogi. Einnig hefur verið boðið upp á styttra nám til að auka eigin færni í ferðaþjónustu hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum sem veita frekari upplýsingar.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám ásamt því að vera að lágmarki 20 ára og hafa gott vald á íslensku og ensku. Við 25 ára aldur er tekið mið af reynslu umsækjanda, úr starfi eða öðru.

Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í bóklegar greinar og starfsþjálfun ásamt vettvangsferðum- og heimsóknum. Nemandi fer á þriggja mánaða starfsþjálfunarsamning hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu. Möguleiki er að fá starfsreynslu metna til eininga.

Að loknu námi

Möguleiki er að vinna víðsvegar innan ferðaþjónustunnar.

Störf
Ferðaráðgjafi
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf