NÁM

Fiskvinnsla

Fiskvinnslunám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að auka þekkingu og færni til viðhalds helstu gerða fiskvinnsluvéla og þekkingu á fiski sem unnið er með. Farið er í vinnuvistfræði, málmsuðu, rekstur, vélgæslu og skipstjórn og fjallað um markaði og samkeppni í fiskvinnslu. Raunfærnimat hefur farið fram í greininni – sjá nánar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Meðalnámstími er tvö ár að meðtalinni tveggja anna starfsþjálfun.

Kennsla

Nám í fiskvinnslu hefur verið kennt við Fisktækniskóla Íslands.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.

Athugaðu hvort námið gæti verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Fiskvinnsla skiptist í almennar greinar, sérgreinar brautarinnar og starfsþjálfun. Athugaðu að námið eða hluti þess getur verið kennt í fjarnámi.

Að loknu námi

Námið er undirbúningur fyrir ýmis störf tengd fiskvinnslu og frekara nám í sjávarútvegs- og matvælafræðum.

Störf
Flokkstjóri í fiskvinnslu
Verkstjóri í fiskvinnslu
Fisktæknir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf