NÁM

Heimspeki

Heimspeki er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á undirstöðumenntun í heimspeki; þekkingu á sögu hennar, innsýn í megingreinar auk færni í gagnrýninni hugsun og skoðanaskiptum.

• Grunnnámi lýkur með BA – prófi
• Námstími er þrjú ár

Kennsla

Heimspeki til BA – prófs er í boði við Háskóla Íslands en þar er einnig hægt að stunda framhaldsnám í heimspekiheimspekikennslu og hagnýtri siðfræði.

Þá býður Háskólinn á Bifröst upp á svokallað HHS – nám en þar er fléttað saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði til BA – prófs.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið byggist á fyrirlestrum og málstofum en lestur heimspekitexta, samræður, rannsóknarvinna og ritgerðasmíð eru einnig veigamiklir þættir.

  • Fræðileg inngangsnámskeið
  • Valnámskeið um ákveðin sérsvið
  • Málstofur og tengd verkefnavinna
  • Lokaritgerð til B.A. – prófs
Að loknu námi

Nám í heimspeki hefur skilað fólki inn á fjölmörg starfssvið svo sem í tengslum við  ritstörf, blaðamennsku, menntun, menningu og stjórnmál.

Störf
Heimspekingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf