NÁM

Hönnun og nýsköpun

Námsbrautir á framhaldsskólastigi sem tengjast hönnun og nýsköpun leggja áherslu á hvort tveggja, bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um fjölbreytileika hönnunar, hugmyndir, vinnuferlið, nýsköpunar- og frumkvöðlastarf, markaðsfræði og tengingu þessa við atvinnulífið.
Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Kennsla

Þessir skólar hafa samþykkta námskrá en sambærilegt nám kann að vera í boði víðar. Sjá einnig Listnámsbrautir.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – hönnunar- og markaðsbraut

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra – nýsköpunarbraut

Tækniskólinn – hönnunar- og nýsköpunarbraut

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla með ákveðnum lágmarksskilyrðum sem hægt er að kynna sér á heimasíðum viðkomandi skóla.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið er alla jafna bæði verklegt og bóklegt og fer verklegi hlutinn fram í verk- og listgreinastofum með áherslu á skapandi vinnu, hvort tveggja samvinnu við aðra og sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Áherslur, sérhæfing og val kunna að vera mismunandi eftir skólum en alltaf mikilvægt að skipuleggja námsframvindu til stúdentsprófs með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.

Að loknu námi

Nám á hönnunar og nýsköpunarbrautum getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám í hönnun, listum, hugvísindum eða jafnvel viðskiptatengdum greinum.

Störf
Hönnuður
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf