Húsgagnasmíði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni iðngreinarinnar; smíða, endurnýja og gera við húsgögn, innréttingar, hurðir, glugga og tréstiga og sinna fjölbreyttri sérsmíði úr gegnheilu tré og plötuefni.
Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni 72 vikna starfsþjálfun.