Jarðlagnatækni er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni til vinnu við rafstrengi, vatnslagnir, hitalagnir, fjarskiptalagnir og fráveitur í jörð. Eins er farið í þætti líkt og námstækni, samskipti á vinnustað, jarðvegsfræði, íslensku, stærðfræði, tölvur og upplýsingatækni. Námið er allt að 300 kennslustundir.
Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla, allt að 24 einingum, en það er kennt innan framhaldsfræðslunnar.
Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.