Jarðlagnatækni er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni til vinnu við rafstrengi, vatnslagnir, hitalagnir, fjarskiptalagnir og fráveitur í jörð. Eins er farið í þætti líkt og námstækni, samskipti á vinnustað, jarðvegsfræði, íslensku, stærðfræði, tölvur og upplýsingatækni. Námið er allt að 300 kennslustundir.
 
Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla, allt að 24 einingum, en það er kennt innan framhaldsfræðslunnar.
 
Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Kennsla

Nám í jarðlagnatækni hefur farið fram hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum, meðal annars hjá Mími- símenntun. Frá hausti 2021 er einnig í boði nám í jarðvirkjun á vegum Tækniskólans.

Kröfur

Námið er ætlað verkamönnum, flokkstjórum, verkstjórum og verktökum sem vinna við rafstrengi, vatnslagnir, hitalagnir, fjarskiptalagnir og fráveitur í jörð.

Námsskipulag

Farið er í ýmsar greinar til að auka þekkingu og skilning á starfi og starfsumhverfi í jarðlagnatækni. Til að sjá betur hvernig námið er uppbyggt má nálgast námskrá þess hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Að loknu námi

Námið veitir meiri þekkingu og yfirsýn, þeim sem starfa við jarðlagnir.

Störf
Jarðlagnatæknir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf