Jarðvirkjun er fjögurra anna nám á framhaldsskólastigi sem tengist vinnu jarðverktaka við landmótun, efnisflutninga, jarðlagnavinnu, yfirborðsfrágang og sambærileg verk.
Í náminu er fjallað um jarðvinnslu, verkferla, fagleg vinnubrögð og öryggismál sem tengjast fjölbreyttum störfum á sviði mannvirkjagerðar og er námið bæði hugsað fyrir þau sem eru þegar starfandi eða hyggja á slík störf.
Mikil áhersla er lögð á nýjustu tækni og er talsverð verkleg kennsla með aðstoð tölvuherma auk starfsþjálfunar sem fram fer í samvinnu við jarðvinnuverktaka.