Kjötiðn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að auka þekkingu og færni sem kjötiðnaðarmönnum er nauðsynleg í störfum sínum. Á það við um hvers kyns kjötvinnslu, allt frá móttöku sláturafurða til fullunninnar vöru, svo og við verkstjórn, sölumál og ráðgjöf. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.
Kjötiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.