Nám á listabrautum framhaldsskóla er ýmist í boði til tveggja ára framhaldsskólaprófs eða stúdentsprófs. Námsframboð getur verið fjölbreytt með áherslu á myndlist, hönnun, nýsköpun, sjón- og sviðslistir eða textílmennt og er ætlað að virkja sköpunarkraft nemenda og veita grunn fyrir áframhaldandi nám í tengslum við skapandi greinar. Sjá einnig tónlistarbrautir.