Matartækni er starfsnám á framhaldsskólastigi og fer fram í skóla og atvinnulífi.  Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við kröfur heilbrigðisstofnana og mötuneyta um matreiðslu sérfæðis og hollt og næringarríkt almennt fæði. Nemendur gera áætlanir, pöntunar-og verkefnalista, setja saman matseðla fyrir mismunandi hópa og vinna eftir gæðastöðlum um hreinlæti og meðferð matvæla. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna. 

Matartækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er um þrjú ár að meðtalinni alls 53 vikna starfsþjálfun.

Kennsla

Matartækni hefur verið kennd við Menntaskólann í Kópavogi og Verkmenntaskólann á Akureyri.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skólanna.

Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar matartækni og starfsþjálfun. Fyrsta árið er farið í grunnnám í matvæla- og veitingagreinum en síðan tekur við meiri sérhæfing. Starfsþjálfun fer fram á viðurkenndum starfsnámsstöðum.

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til að starfa sem matartæknir.

Störf
Matsveinn
Matartæknir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf