Mjólkurfræði er þriggja ára iðnnám, hvort tveggja bóklegt og verklegt. Bóklega námið fer fram í Danmörku en verklega hlutann er að mestu hægt að taka hér á landi.
Mjólkurfræði er þriggja ára iðnnám, hvort tveggja bóklegt og verklegt. Bóklega námið fer fram í Danmörku en verklega hlutann er að mestu hægt að taka hér á landi.
Fyrsti hluti verknámsins og bóklega námið er tekið við Kold College í Óðinsvéum í Danmörku en verklega námið má að öðru leyti taka hjá mjólkursamlagi hér á landi.
Hægt er að komast á námssamning í mjólkurfræði strax að loknum grunnskóla þó algengast sé að vinna í mjólkursamlagi í einhvern tíma áður en námið hefst.
Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Einnig veita fræðslusjóðir stéttarfélaga oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námið hefst á verklegum 12 vikna hluta á mjólkursamlagi í Danmörku sem hugsað er til undirbúnings bóklega náminu. Annað verknám er hægt að taka hjá mjólkursamlagi á Íslandi. Bóklega námið í Danmörku felst í fimm 4 – 14 vikna námsferðum þangað, 50 vikum alls.
Að loknu námi og sveinsprófi fást réttindi til starfa sem mjólkurfræðingur.