Veiðarfæratækni er starfstengt nám á framhaldsskólastigi þar sem áhersla er lögð á að auka þekkingu og færni við hönnun, framleiðslu, viðhald og viðgerðir á veiðarfærum. Raunfærnimat hefur farið fram í greininni þar sem metin er færni sem aflað er á vinnumarkaði.
Veiðarfæratækni er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.