Prentiðn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið þess er að nemendur öðlist þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni og nýjungar greinarinnar. Í því felst meðal annars að taka við verki á prentplötu, myndmóti eða á tölvutæku formi ásamt vinnu við prentun og umhirðu prentvéla.
Prentun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 48 vikna starfsþjálfun.