Nám í sjálfbærni og sköpun er eins árs viðbótarnám á framhaldsskólastigi.

Námið tengist vinnslu og meðhöndlun matvæla, aðferðum og tækni í textílvinnu, nýtingarmöguleikum hráefna og sjálfbærni. Unnið er með hráefni út frá hugmyndafræði sjálfbærni og náttúrnýtingu til að öðlast innsýn í allt ferli hráefnis, frá uppruna til eyðingar.

Kennsla

Tvær námsbrautir tengdar sjálfbærni og sköpun eru í boði við Hallormsstaðaskóla, önnur með áherslu á textíl en hin á matarfræði.

Um er að ræða eins árs viðbótarnám á framhaldsskólastigi.

Kröfur

Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa lokið stúdentsprófi, iðnprófi eða sambærilegu námi. Þau sem lokið hafa að lágmarki 34 einingum á 3. hæfniþrepi geta tekið allt að 20 einingar á 4. hæfniþrepi sem hluta af stúdents- eða iðnnámi. Sjá nánar um inntökuskilyrði.

Námsskipulag

Námið er hvort tveggja fræðilegt og hagnýtt þar sem sýn og aðferðir úr ólíkum greinum koma saman. Kennslan er bæði nútímaleg og fjölbreytt með gagnvirkum kennsluháttum og lausnamiðuðu námi. Áhersla er á sjálfstæða verkefnavinnu og skapandi og gagnrýna hugsun.

Að loknu námi
Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf