Nám í sjálfbærni og sköpun er eins árs viðbótarnám á framhaldsskólastigi.
Námið tengist vinnslu og meðhöndlun matvæla, aðferðum og tækni í textílvinnu, nýtingarmöguleikum hráefna og sjálfbærni. Unnið er með hráefni út frá hugmyndafræði sjálfbærni og náttúrnýtingu til að öðlast innsýn í allt ferli hráefnis, frá uppruna til eyðingar.