Námið byggir á hugmyndafræði Hallormsstaðaskóla um sjálfbærni, og heildrænni nálgun á umhverfismál. Í náminu eru nemendur hvattir til að einbeita sér að lausnum frekar en vandamálum og nýta áhugasvið sín til að virkja sköpunarkrafta sína. Verklegar vinnustofur skipa stóran sess í náminu og eru þær studdar af fræðilegum hluta námsins á sviði sjálfbærni – umhverfislegri, hagrænni og samfélagslegri auk samfélagslegrar rýni. Gagnrýnin hugsun er þjálfuð sem og getan til skynsamlegrar rökræðu.

Kennsla

Námsbraut í Sjálfbærni og sköpun er í boði við Hallormsstaðaskóla.

Náminu er ætlað að veita hugmyndafræðilegan grunn að sjálfbærum lífstíl auk þess að veita verklega kennslu í sjálfbærri auðlindanýtingu. Kennsla fer því að mestu leyti fram í verklegum vinnustofum sem studdar eru með bóklegu námi.

Kröfur

Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og lokið stúdentsprófi, iðnprófi eða sambærilegu námi. Þau sem lokið hafa að lágmarki 34 einingum á 3. hæfniþrepi geta tekið allt að 20 einingar á 4. hæfniþrepi sem hluta af stúdents- eða iðnnámi. Sjá nánar um inntökuskilyrði.

Námsskipulag

Námið er hvort tveggja fræðilegt og hagnýtt þar sem sýn og aðferðir úr ólíkum greinum koma saman. Kennslan er bæði nútímaleg og fjölbreytt með gagnvirkum kennsluháttum og lausnamiðuðu námi. Áhersla er á sjálfstæða verkefnavinnu og skapandi og gagnrýna hugsun.

 

Að loknu námi

Námið er þverfaglegt og því nánast ótæmandi möguleikar á hagnýtingu þess. Flestar hagnýtingaleiðir gætu þó fallið að mestu undir þrjá flokka:

Nemendur nýta sér námið með því að:
1. Virkja áhugasvið sitt til að verða frumkvöðlar í sjálfbærri framleiðslu á vöru eða þjónustu fyrir markað (hagræn nálgun)
2. Ná utan um vistspor sitt með því framleiða sjálfir nauðsynjar til eigin neyslu (persónuleg nálgun)
3. Leitast við að efla tengsl og jafnvægi milli mannlegra athafna og umhverfisins með fræðslu, rannsóknum, þátttöku í stjórnmálum, aktivisma, listsköpun o.fl. (samfélagsleg nálgun)

Að auki er námið góður grunnur fyrir margskonar annað nám – umhverfisfræði, búfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, viðskiptafræði, listnám og margt fleira.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf