Námið byggir á hugmyndafræði Hallormsstaðaskóla um sjálfbærni, og heildrænni nálgun á umhverfismál. Í náminu eru nemendur hvattir til að einbeita sér að lausnum frekar en vandamálum og nýta áhugasvið sín til að virkja sköpunarkrafta sína. Verklegar vinnustofur skipa stóran sess í náminu og eru þær studdar af fræðilegum hluta námsins á sviði sjálfbærni – umhverfislegri, hagrænni og samfélagslegri auk samfélagslegrar rýni. Gagnrýnin hugsun er þjálfuð sem og getan til skynsamlegrar rökræðu.