NÁM

Sjómennskunám

Sjómennska er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að auka þekkingu og færni við vinnu á sjó, viðhald fiskvinnsluvéla og eiginleika fisksins sem unnið er með. Farið er í vinnuvistfræði, öryggismál, slysavarnir, vélgæslu og skipstjórn og fjallað um fisk, haf og sjómennsku. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Meðalnámstími er tvö ár að meðtalinni tveggja anna starfsþjálfun.

Kennsla

Nám í fisktækni hefur verið kennt við Fisktækniskóla Íslands.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.

Athugaðu hvort námið gæti verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Sjómennska skiptist í almennar greinar, sérgreinar brautarinnar og starfsþjálfun. Athugaðu að námið eða hluti þess gæti verið kennt í fjarnámi.

Að loknu námi

Námið er undirbúningur fyrir störf á sjó og frekara nám á efri stigum stýrimanna- og vélstjórnarnáms og á sjávarútvegssviði.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf