Stjórnmálafræði er nám á háskólastigi. Námið fjallar allt í senn um íslensk stjórnmál, samanburð við önnur ríki sem og alþjóðastjórnmál.
- Grunnnámi lýkur með BA – gráðu
- Námstími er þrjú ár
Stjórnmálafræði er nám á háskólastigi. Námið fjallar allt í senn um íslensk stjórnmál, samanburð við önnur ríki sem og alþjóðastjórnmál.
Nám í stjórnmálafræði hefur verið kennt í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu. Einnig er í boði námsleið í stjórnmálafræði, hagfræði og heimspeki við Háskólann á Bifröst.
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Í BA – náminu í H.Í. skiptist námið í inngangsnámskeið, aðferða- og tölfræði, Evrópu- og alþjóðastjórnmál og kenningar og stjórnmálaheimspeki auk valnámskeiða.
Háskólinn á Bifröst fléttar námi í stjórnmálafræði saman við tvær aðrar greinar; hagfræði og heimspeki. Námið byggir á mikilli verkefnavinnu auk þjálfunar í verkefnastjórnun.
Að loknu prófi er hægt að starfa sem stjórnmálafræðingur en margskonar framhaldsnám er einnig í boði.