Veggfóðrun og dúkalögn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni við að undirbúa veggi, gólf, loft, hurðir og aðra fleti inni og úti fyrir lagningu dúka, platna, teppa og striga. Veggfóðrun og dúkalögn er löggilt iðngrein.
Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.