Vöruflutninganám er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni og þekkingu á flutningafræðum, flutningaferli, markaðs- og sölumálum. Eins er farið í þætti líkt og námstækni, íslensku, ritvinnslu, tölvu- og upplýsingatækni og vörumeðferð. Námið er 226 klukkustundir að meðtalinni 32 klukkustunda vinnustaðanámi.
 
Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla til allt að 24 eininga en það er kennt innan framhaldsfræðslunnar. Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Kennsla

Námið er innan framhaldsfræðslunnar. Fáðu nánari upplýsingar hjá þinni fræðslu- og símenntunarstöð.

Kröfur

Námið er ætlað starfsfólki sem annast flutninga og geymslu varnings.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Farið er í ýmsar greinar til að auka þekkingu og skilning á starfi og starfsumhverfi í vöruflutningum. Til að sjá betur hvernig námið er uppbyggt má nálgast námskrá þess hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Að loknu námi

Námið veitir meiri þekkingu og yfirsýn, þeim sem starfa við vöruflutninga og geymslu varnings.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf