Raunfærnimat
Ætlað fólki 23 ára og eldra með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Átt þú erindi? Fylltu út skimunarlista og kannaðu málið.
Ferlið
1
Kynning og viðtal
Matsferlið kynnt og hvaða gögnum þarf að skila. Farið yfir færni og þekkingu með náms- og starfsráðgjafa.
2
Skráning og samtal
Færni og þekking skráð með hliðsjón af námsmarkmiðum og staðan metin í samtali við matsaðila.
3
Niðurstöður og ráðgjöf
Hvað fæst metið og hvað þarf að taka í skóla? Námstækifæri könnuð með aðstoð náms- og starfsráðgjafa.
Námsleið Tækniskólans
Almennt nám fyrir þau sem hafa farið í raunfærnimat eða stefna að því en vantar almennar greinar. Eingöngu í boði ef nægilega margir skrá sig.
Fjölbraut Breiðholti
Valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum. Nám sem til dæmis getur nýst raunfærnimatsnemendum.
Skimunarlistar
Skimunarlistar eru fyrsta skrefið í átt að raunfærnimati. Spurt er um ákveðin grunnatriði í viðkomandi starfsgrein.
Niðurstöðurnar berast í tölvupósti og má síðan taka með í samtal við náms- og starfsráðgjafa ef vill.
Raunfærnimat í boði
Reglulega er raunfærnimetið í eftirtöldum greinum. Við verkefni fyrir 2021 eru tenglar á nánari upplýsingar. Stendur eingöngu til boða ef og þegar eftirspurn er næg.
Bakaraiðn
Fulltrúar í opinberum stofnunum
Hársnyrtiiðn
Kjötiðn
Skrifstofubraut
Starf í matvælaiðnaði
Viðburðalýsing
Þjónusta í sal
Greinar þar sem raunfærnimat hefur einnig farið fram: Barþjónar, garð- og skógarplöntubraut, hestabraut, skógur og náttúra, skrúðgarðyrkja, tanntæknar, upplýsinga- og fjölmiðlabraut, ylrækt, þernur.
Almenn starfshæfni
Hæfni okkar til náms eða starfa reynist oft meiri en virðist í fyrstu.
