RAUNFÆRNIMAT

Mat á raunfærni er ætlað fólki 23 ára og eldra með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu.

Átt þú erindi? Fylltu út skimunarlista og kannaðu málið.

FERLIÐ

Kynning og viðtal

Matsferlið kynnt og hvaða gögnum þarf að skila. Farið yfir færni og þekkingu með náms- og starfsráðgjafa.

Skráning og samtal

Færni og þekking skráð með hliðsjón af námsmarkmiðum og staðan metin í samtali við matsaðila.

Niðurstöður og ráðgjöf

Hvað fæst metið og hvað þarf að taka í skóla?Námstækifæri könnuð með aðstoð náms- og starfsráðgjafa.

Raunfærnimat hefur farið fram í eftirtöldum greinum. 

Það stendur þó eingöngu til boða ef og þegar eftirspurn er næg til að fara af stað með slík verkefni. Verkefni 2019-2020 eru feitletruð.

Almennar bóklegar greinar
Bakaraiðn
Bifreiðasmíði
Bifvélavirkjun
Bílamálun
Blikksmíði
Bókband
Búfræði
Félagsliðar
Félagsmála- og tómstundabraut
Fiskeldi
Fisktækni

 

Framreiðsla
Garð- og skógarplöntubraut
Grafísk miðlun
Hestabraut
Hljóðvinnsla
Húsasmíði
Kjötiðn
Leikskólaliðar
Matartækni
Matreiðsla
Matsveinn
Málaraiðn
Málmsuða

Múraraiðn
Netagerð
Pípulagnir
Prentun
Rafeindavirkjun
Rafveituvirkjun
Rafvirkjun
Rennismíði
Skipstjórn
Skógur og náttúra
Skólaliðar
Skrifstofubraut
Skrúðgarðyrkja

Slátrun
Stálsmíði
Stuðningsfulltrúar
Tanntæknar
Tölvubraut
Tölvuþjónusta
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Verslunarfulltrúar
Vélstjórn
Vélvirkjun
Viðburðalýsing
Ylrækt

Upplýsingar um raunfærnimat:

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)