Almenn starfshæfni
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir og læri að koma orðum að eigin hæfni sem oft er meiri en virðist í fyrstu.
Almenn starfshæfni
Hvað er almenn starfshæfni?
Um er að ræða atriði sem mikilvæg þykja í atvinnulífinu og eru sameiginleg flestum störfum. Hugmyndin er að aukin slík hæfni geti auðveldað fólki þátttöku á vinnumarkaði og ýtt undir æskilega starfsþróun.
Hvernig er hún metin?
Skilgreind hafa verið mælanleg viðmið sem almenn starfshæfni er metin eftir, út frá 11 mismunandi hæfniþáttum. Matið fer fram á símenntunarmiðstöðvum undir handleiðslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Fyrir hverja?
Mikilvægi þess að þjálfa almenna starfshæfni felst í þeirri staðreynd að fólk flest skiptir um starf nokkrum sinnum á ævinni. Slík hæfni gagnast óháð stund og stað og þykir sífellt eftirsóknarverðari á vinnumarkaði.
Hvernig fer matið fram?
Þátttakendur vinna bæði einir og saman í hópum við að fylla út ítarlega matslista undir leiðsögn. Eftir úrvinnslu þeirra er unnið úr niðurstöðum í samtali við náms- og starfsráðgjafa og matsaðila.
Á hverju byggist matið?
Aðlögunarhæfni – að ná árangri í breytilegum aðstæðum
Ábyrg nýting – verðmæta til að ná markmiðum
Árangursrík samskipti – hlustun, tjáning og opin samskipti
Jafnréttisvitund – nýting eigin gilda í vinnu með öðrum
Mat og lausnir – ákvarðanir byggðar á upplýsingum
Samvinna – til að ná markmiðum fyrirtækis
Skipulag – áætlanagerð; innleiðing og aðlögun
Starfsþróun – mat á eigin þörf fyrir símenntun
Upplýsingalæsi – söfnun og úrvinnsla
Vinnusiðferði – gildi og starfsreglur vinnustaðar
Öryggisvitund – eru aðstæður sem geta skapað hættu?
Dæmi um niðurstöðumynd

Að loknu mati
Komið hefur í ljós að ferlið getur reynst mjög eflandi. Fólk áttar sig á eigin styrkleikum, sækir jafnvel um störf sem það treysti sér ekki til áður, fær vinnu eða hefur nám.
Ráðgjafar næstu símenntunarmiðstöðvar veita nánari upplýsingar.
Lesa meira
Ítarlegri upplýsingar um almenna starfshæfni er að finna á vefsvæði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.