Skólaliði_skimun

SKÓLALIÐI– SKIMUNARLISTI

Markmiðið með því að fylla út þennan skimunarlista er að þú getir lagt fyrsta mat á hvort þú átt erindi í raunfærnimat. Niðurstaðan er aðeins vísbending um hvort ástæða sé til að skoða næstu skref með ráðgjafa.

Skólaliðar vinna við aðstoð í grunnskólum, sinna nemendaumsjón í skólahúsnæðinu auk þess sem þeir taka að sér þrif og gangavörslu. Forsendur fyrir raunfærnimati eru að þú hafir öðlast talsverða færni og er gerð krafa um 23 ára lífaldur og 3 ára starfsreynslu í faginu.

Ekki þarf að hafa þekkingu á öllum þáttum til að eiga erindi í raunfærnimat.

Færniviðmiðum er skipt upp í flokka og skalinn hér til hliðar notaður.

Neðst í hverjum flokki er kassi þar sem þú getur bætt við atriðum eða skýrt frekar út þína hæfni. Endilega notaðu þá.

1 Lítil þekking/færni
2 Nokkur þekking/færni
3 Góð þekking/færni
4 Mikil þekking/færni
Einstaklingur, fjölskylda og samfélag
1 2 3 4
Fötlun
1 2 3 4
Hreyfing og næring
1 2 3 4
Starfið
1 2 3 4
Uppeldisfræði
1 2 3 4
Þroski og hreyfing
1 2 3 4

Náms- og starfsráðgjafi getur leiðbeint þér um framhaldið, meðal annars fundið út hvort og hvenær raunfærnimat er að hefjast í greininni.

Hægt er að slá inn netfang og fá listann sendan í tölvupósti

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)