Bókbindarar vinna við tölvustýrðar bókbandsvélar í prentsmiðjum eða upplýsinga- og fjölmiðlafyrirtækjum. Í starfinu felst fyrst og fremst að stýra slíkum vélum, sem skera, binda og brjóta bækur, þó einnig sé unnið við handbókband. Bókband er löggilt iðngrein.


Sem dæmi um vélar sem notaðar eru við bókband má nefna brotvél sem stillir bókabrot, bein- og þrískera, heftivél, fræsara, sauma- og bindigerðavél og gyllingarvél.

Helstu verkefni

– sjá um lokafrágang á prentuðu efni
– veita ráðgjöf um frágang prentgripa og efnisval vegna bókbands
– stýra og stilla bókbandsvélar
– hanna útlit bóka

Hæfnikröfur

Sem bókbindari þarftu að hafa grunnþekkingu á öllu vinnsluferli prentverks og þekkja vel til véla og tölvustýrðs búnaðar sem notaður er í faginu. Einnig er mikilvægt að geta skipulagt verk fyrir bókalínur og þekkja til verkþátta grunn- og djúpfals.

GRAFÍA

Nám

Bókband er kennt við Tækniskólann, samtals fjórar annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun.

Bókband
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Fatahönnuður

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Gull- og silfursmiður

Hljóðhönnuður

Hönnuður

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf