STARF

Fangavörður

Fangaverðir starfa á vöktum í fangelsum við öryggiseftirlit. Í starfinu felst að fylgjast með andlegu og líkamlegu heilsufari fanga, hafa eftirlit með samskiptum þeirra, fylgjast með eftirlitsmyndavélum og fara í eftirlitsferðir um fangelsissvæðið.

Fangaverðir  skipuleggja einnig stundum störf fanga innan fangelsisins, íþróttir, tómstundir og skemmtanir. Litið er reglulega eftir föngum sem eru í gæsluvarðhaldi og einangrun og eftirlit haft með útivist, heimsóknum og símatíma.

Helstu verkefni
  • lesa dagbók næstu vaktar á undan og fara yfir dagskrá vinnudags
  • taka á móti nýjum föngum, ræða við þá og skrá niður mikilvægar upplýsingar
  • opna vistarverur að morgni dags og læsa aftur að kvöldi
  • stjórna umferð fanga um fangelsið og lóð þess
  • spjalla við fanga og vísa áfram til sérfræðings ef þarf
  • skipuleggja heimsóknir til fanga
  • skrá skýrslur um hvers kyns uppákomur
Hæfnikröfur

Sem fangavörður þarftu að hafa mikla samskiptahæfileika, áhuga á að vinna með mjög ólíkum einstaklingum og geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum. Í starfinu eru þolinmæði og ögun mikilvægir eiginleikar ásamt því að eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum. Fangaverðir þurfa einnig að geta tileinkað sér nýjungar í starfi og vera í góðu líkamlegu formi.

Námið

Fangavarðanám er kennt í Fangavarðaskólanum sem heyrir undir Fangelsismálastofnun ríkisins. Fangavarðanám er þrískipt; grunnnám, starfsþjálfun og framhaldsnám, samtals allt að 9 mánuðum. Nýliðanámskeið er um 30 stundir.

Fangavarsla
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Lögreglumaður

Öryggisvörður

Sjúkraflutningamaður

Slökkviliðsmaður

Stöðuvörður

Sundlaugarvörður

Náms- og starfsráðgjöf