Störf fatatækna felast í aðstoð við fatagerð, sölu á fatnaði og öðrum verkefnum tengdum fataiðnaði, oft í fataverksmiðjum eða á saumastofum. Fatatæknar geta haldið áfram í sérhæfðara nám svo sem kjólasaum og klæðskurð sem eru löggiltar iðngreinar.
Störf fatatækna felast í aðstoð við fatagerð, sölu á fatnaði og öðrum verkefnum tengdum fataiðnaði, oft í fataverksmiðjum eða á saumastofum. Fatatæknar geta haldið áfram í sérhæfðara nám svo sem kjólasaum og klæðskurð sem eru löggiltar iðngreinar.
Sem fatatæknir þarftu að þekkja eiginleika og kosti efna sem notuð eru í fataiðn, geta teiknað og útfært einföld snið og hafa vald á grunnþáttum í saumtækni. Mikilvægt er að geta unnið eftir teikningum og verklýsingum og beitt tækjum og handverkfærum ásamt því að nota tölvur við hugmyndaþróun.
Fatatækninám er á framhaldsskólastigi, kennt í Tækniskólanum og er meðalnámstími tvö ár auk starfsþjálfunar. Nám í fatatækni er undanfari þess að geta haldið áfram í sérnámi í kjólasaum eða klæðskurði.