STARF

Fjölmiðlatæknir

Fjölmiðlatæknar vinna við gerð margvíslegs fjölmiðlaefnis. Starfið felst oft í aðstoð við sérfræðinga á hverju stigi framleiðslunnar hvort sem um er að ræða efnisöflun, tækniumgjörð, myndbanda- og auglýsingagerð eða útsendingu.

Sem fjölmiðlatæknir gætirðu til dæmis unnið á fjölmiðlum eða auglýsingastofum. Fjölmiðlatæknar vinna í samstarfi við blaða- og fréttamenn, dagskrárgerðarfólk, tökumenn, tæknistjóra, klippara, auglýsingateiknara, grafíska hönnuði, vefsmiði og annað fagfólk á sviði fjölmiðlunar og upplýsingatækni.

Helstu verkefni
  • uppsetning og frágangur á tækjum
  • öflun, frágangur og úrvinnsla efnis fyrir útsendingu
  • vinna við myndefni og texta
  • gerð einfaldra myndbanda
  • vinna við framleiðslu og útsendingu fjölmiðlaefnis
Hæfnikröfur

Fjölmiðlatæknar þurfa að búa yfir sérhæfðri þekkingu á tækniumgjörð við fjölmiðlun, geta séð um uppsetningu og frágang á tækjum og unnið við frágang og úrvinnslu efnis fyrir birtingu eða útsendingu.

Starf fjölmiðlatæknis er mjög fjölbreytt og eru sveigjanleiki, sköpunargáfa og áhugi á tækni því æskilegir eiginleikar. Þá er nauðsynlegt að geta unnið í samstarfi við aðra. Grunnþekking á þeim tækjum og tækni sem notuð eru innan fjölmiðla er einnig mikilvæg svo sem í sambandi við hljóð- og myndefni, upptökur og margmiðlun.

Nám

Nokkrir framhaldsskólar bjóða upp á listnámsbrautir sem tengst geta starfinu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blaðberi

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Bréfberi

Grafískur hönnuður

Hljóðmaður

Ljósmyndari

Prentsmiður/grafískur miðlari

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf