STARF

Fjölskylduráðgjafi

Fjölskylduráðgjafi sinnir fjölskyldumeðferð og hefur fjölskyldutengd vandamál sem sérsvið. Í starfinu getur ýmist verið um að ræða samtöl við heilar fjölskyldur, forráðamenn eða einstaklinga innan hennar.
Fjölskylduráðgjafar bjóða upp á meðferð og ráðgjöf, til dæmis þegar um er að ræða hversdagslega erfiðleika, stærri vandamál, átök eða kreppur innan fjölskyldna. Einnig getur verið um að ræða námskeiðahald, svo sem í reiðistjórnun eða fyrir foreldra barna með sérþarfir.

Helstu verkefni
  • samtöl við forráðamenn, pör og fjölskyldur
  • kortleggja áskoranir sem fjölskylda stendur frammi fyrir
  • ráðgjöf og eftirfylgni
  • leiðbeiningar, kennsla og þjálfun fyrir stoðþjónustu og almenning
  • samskipti við foreldra og stuðningur við samvinnu þeirra á milli
  • samskipti við annað fagfólk
  • undirbúa og þróa verkfæri á borð við meðferðar- eða stuðningsáætlanir

Fölskylduráðgjafar vinna náið með öðru fagfólki, svo sem félagsráðgjöfum, starfsfólki barnaverndar, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og læknum.

Starfið getur hvort tveggja verið á vegnum sveitarfélaga, svo sem innan barnaverndar, á unglingastofnunum, sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum.

Hæfnikröfur

Í starfi sem fjölskylduráðgjafi er mikilvægt að vera góður hlustandi og einnig að geta tjáð sig skýrt og skiljanlega. Nauðsynlegt er að geta unnið skipulega og vera umhugað um líðan fólks, geta skapað traust og eiga gott með að vinna með öðrum.  

Byggt á Utdanning.no – familierådgiver

Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð

Námið

Engin ein námsleið er heppilegastur undirbúningur fyrir starf fjölskylduráðgjafa þó algengast sé að mennta sig í félagsráðgjöf. Aðrar gagnlegar námsleiðir gætu verið innan sálfræði, uppeldisfræði, barnaverndar, hjúkrunar eða tengdra greina.

Einhvers konar framhaldsnám á sviði fjölskyldumeðferðar er einnig algengt áður en fólk titlar sig fjölskylduráðgjafa.

Félagsráðgjöf
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoðarskólastjóri

Atvinnumennska í íþróttum

Dagforeldri

Danskennari

Djákni

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsliði

Náms- og starfsráðgjöf